Fara í efni

Niðursveifla á landsbyggðinni í tekjukönnun SAF

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður úr tekjukönnun fyrir febrúar 2003. Tölurnar sýna nokkra niðursveiflu hjá hótelum á landsbyggðinni miðað við febrúar í fyrra en sem fyrr er um að ræða tölur frá 10 hótelum á höfuðborgarsvæðinu og jafn mörgum á landsbyggðinni.

Reykjavík
Í Reykjavík var meðalnýting í febrúar 66,88%, meðalverð kr. 5.370 og tekjur á framboðið herbergi kr. 100.560. Tölurnar eru með þeim fyrirvara að endurbætur standa yfir á Hótel Esju sem hefur veruleg áhrif á framboðið. Sé litið á aðrar tölur en prósentur sést að tekjur eru rúmlega 89,3 milljónir í stað 91,1 milljón árið áður og seld herbergi 16.628 í stað 17.941 árið áður.

Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:
1996 47,01% Kr. 3.738
1997 50,80% Kr. 3.214
1998 52,11% Kr. 3.717
1999 57,01% Kr. 3.533 Tekjur á framboðið herbergi kr. 62.279
2000 58,38% Kr. 4.475 Tekjur á framboðið herbergi kr. 73.153.
2001 63,96% Kr. 4.693 Tekjur á framboðið herbergi kr. 84.034.
2002 59,22% Kr. 5.079. Tekjur á framboðið herbergi kr. 84.224.

Landsbyggðin
Meðalnýting hótela á landsbyggðinni var 18,47%, meðalverð kr. 5.513 og tekjur á framboðið herbergi kr. 28.507. Sé litið ár aftur í tímann er ljóst að bæði nýting og verð hafa fallið verulega. Í fyrra var að vísu tiltölulega hátt verð í gangi sem virðist hafa gengið til baka.

Til samanburðar koma fyrri ár:
1996 25,38% Kr. 4.143
1997 29,49% Kr. 3.241
1998 20,84% Kr. 2.993
1999 19,00% Kr. 4.675 Tekjur á framboðið herbergi kr. 24.229
2000 18,39% Kr. 4.865. Tekjur á framboðið herbergi kr. 25.048.
2001 22,14% Kr. 5.139. Tekjur á framboðið herbergi kr. 31.862.
2002 22,49% Kr. 6.446. Tekjur á framboðið herbergi kr. 40.592.

Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
Meðalnýting 10,03%, meðalverð kr. 4.886 og tekjur á framboðið herbergi kr. 13.661.

Til samburðar koma fyrri ár:
1996 20,15% Kr. 3.720
1997 25,20% Kr. 2.962
1998 15,51% Kr. 3.188
1999 13,00% Kr. 4.447 Tekjur á framboðið herbergi kr 16.260
2000 10,52% Kr 4.080 Tekjur á framboðið herbergi kr. 12.016.
2001 11,54% Kr 4.402 Tekjur á framboðið herbergi kr. 14.227.
2002 12,67%. Kr. 5.686 Tekjur á framboðið herbergi kr. 20.166.