Nefnd skoðar umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu

Nefnd skoðar umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu
hestaferð 150 pix

Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur skipað í nefnd um umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu. Nefndinni er ætlað að kanna grundvöll þess að leggja á umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu sem renni til uppbyggingar þjóðgarða og annarra fjölsóttra og friðlýstra áningarstaða ferðamanna og til eflingar ferðaþjónustu.

Nefndina skipa: Ólafur Örn Haraldsson, formaður, Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri, skipuð samkvæmt tilnefningu iðnaðarráðherra, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, skrifstofustjóri, samkvæmt tilnefningu umhverfisráðherra, Ingibjörg G. Guðjónsdóttur, samkvæmt tilnefningu Samtaka ferðaþjónustunnar.  Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur, samkvæmt tilnefningu samtaka á sviði náttúruverndar, segir í tilkynningu.

Fjármálaráðherra mælist til þess að nefndin hraði störfum sínum eftir föngum og að fyrir liggi tillögur eða bráðabirgðaskýrsla eigi síðar en í lok nóvembermánaðar næstkomandi þannig að hugmyndir og tillögur nefndarinnar megi eftir atvikum hafa til hliðsjónar við afgreiðslu fjárlaga og tengdar lagabreytingar.


Athugasemdir