Fara í efni

NATA auglýsir eftir umsóknum um styrki

Vestnorden_logo
Vestnorden_logo

Nú í byrjun árs 2007 tók gildi nýr samningur um samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja í ferðamálum. Meðal annars er hægt að sækja um styrki til ýmissa verkefna og hefur nú verið auglýst eftir styrkumsóknum í annað sinn á þessu ári. Skilafrestur er til 20. ágúst næstkomandi.

North Atlantic Tourist Association
Hið nýja samstarf nefnist Norh Atlantic Tourist Association, skammstafað NATA. Tók það við hlutverki Vestnorræna ferðamálaráðsins, svo og tvíhliða ferðamálasamningunum SAMIK og FITUR, sem verið hafa í gildi frá 1995 við Grænland og Færeyjar.

Umsóknir um styrki
Allir sem áhuga hafa á að efla samstarf í ferðamálum milli Grænlands, Íslands og Færeyja geta sótt um styrk til fjármögnunar verkefna, hugmynda, vöruþróunar, ferða eða annarra sambærilegra verkefna.  Umsóknirnar þurfa að lágmarki að fela í sér þátttöku aðila frá a.m.k. tveimur löndum af löndunum þremur, þ.e. Grænlands, Íslands og Færeyja. Hægt er að sækja um styrk vegna heildarkostnaðar verkefna, einstakra verkþátta eða ferðakostnaðar  m.a. á eftirfarandi sviðum:

Menntun
- starfstengt nám, nám í ferðamálafræðum o.þ.h.
Þróun ferðaþjónustumöguleika milli landanna
- siglingar, þemaferðir, skemmtiferðir o.þ.h.
Markaðssetning og greining á ferðaþjónustu
Alþjóðlegt samstarf
- skólaferðir, menningarferðir o.þ.h.

Verkefnum sem sótt er um styrk til þarf að vera lokið fyrir 31. desember 2007. Hægt er að sækja um styrk til heildakostnaðar verkefna, einstakra verkþátta eða ferðakostnaðar. Allar umsóknir verða að berast á þar til gerðum eyðublöðum og skal ítarleg verkefnislýsing og fjárhagsáætlun fylgja með.  Umsóknir skulu fyllast út á dönsku eða ensku og sendast til:

NATA co/
Ferðamálastofa  
Lækjargata 3   
101 Reykjavík    
  

Skilafrestur umsókna er til 20. ágúst 2007
-Hægrismellið á tenglana hér fyrir neðan og veljið "Save Target As" til að vista umsóknareyðublöðin á eigin tölvu.

Mynd: Merki Vestnorden ferðakaupstefnunnar.