Námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu hjá símenntunarmiðstöðvum

Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson

Símenntunarmiðstöðvar víða um land standa reglulega fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Þar er meðal annars tekið á viðfangsefnum sem gæðaviðmið Vakans fyrir veitingastaði og gistingu gera kröfu um að starfsfólk hafi sótt námskeið í.

Gátlistar á vef vakans

Á vef Vakans eru gátlistar þar sem fram koma þeir efnisþættir sem æskilegt er að fara yfir á námskeiðunum, en eðli og umfang hverrar starfsemi ræður því hversu djúpt er farið í þessa þætti og hvað á við í hverju tilfelli. Efninu er skipt upp í:

• Þjónusta og móttaka gesta
• Þjónað til borðs - framreiðsla
• Meðhöndlun matvæla
• Mikilvægi hreinlætis
• Þrif og frágangur

Námskeið í Eyjafirði

Ferðamálastofa hvetur fyrirtæki til að hafa samband við símenntunarmiðstöðvar á sínu svæði til að fá upplýsingar um næstu námskeið. Benda má að að þessa dagana stendur SÍMEY – símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar fyrir námskeiðum Akureyri, Dalvík og Fjallabyggð og er hægt kynna sér þau á vefnum hjá SÍMEY.


Athugasemdir