Fara í efni

Nám í svæðisleiðsögn á Norðurlandi eystra og Skagafirði

Leiðsögunám
Leiðsögunám

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (Símey) mun í haust bjóða uppá nám í svæðisleiðsögn á Norðurlandi eystra og Skagafirði. Námið fer fram samkvæmt námsskrá Menntamálaráðuneytis og er því 204 klukkustundir sem samsvarar 17 einingum.

Í frétt frá Símey kemur fram að kennt verður frá Akureyri en einnig verður boðið upp á námið, að hluta til, í gegnum fjarfundabúnað til Sauðárkróks og Húsavíkur fáist næg þátttaka frá þeim stöðum. Umsækjendur þurfa að vera 21 árs, hafa stúdentspróf, sambærilega menntun  eða reynslu.  Þeir verða að hafa gott vald á íslensku og auk þess a.m.k. einu erlendu tungumáli. Inntökupróf er munnlegt á því tungumáli sem viðkomandi ætlar að leiðsegja á og verður þreytt næsta haust í byrjun september. Kennsla mun fara fram á laugardögum og hefst um miðjan september næstkomandi.

Vefur Símey

Mynd: Við hverasvæðið austan Námaskarðs í Mývatnssveit
/Ferðamálaráð