Fara í efni

Námsstyrkur til MBA-náms í Vín

Ferðamálaráð Evrópu (ETC) býður nú í fjórða sinn upp á fullan námsstyrk til MBA-náms við Modul University í Vín í Austurríki. Námið er sérstaklega hugsað fyrir fólk í ferðaþjónustu sem vill færni sína og möguleika í starfi.

Námið leggur m.a. áherslu á skipulega greiningu og áætlanagerð, þverfaglega færni, virðisbundna stjórnun (e. value-based management) og gagnrýna hugsun. Byggt er á þeim grundvallargildum sem góður rekstur þarf að byggja á, s.s. mannauðsstjórnun, fyrirtækjamenningu, fjármálum og rekstri, markaðssetningu og nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Að náminu koma fjölmargir virtir sérfræðingar og fræðimenn í ferðaþjónustu í álfunni og á námið að gefa góða innsýn í almenna stjórnun, sem og stjórnun í ferðaþjónustu.

Skipulag námsins gerir ráð fyrir að því sé hægt að sinna samhliða starfi en það er byggt upp með nokkurra daga samfelldum vinnulotum í hverjum mánuði.

Allar nánari upplýsingar eru á vefslóðinni hér að neðan
www.modul.ac.at/study-programs/professional-program/master-of-business-administration/

Námið hefst í október næstkomandi og er umsóknafrestur til 20. maí. Umsóknir og þau fylgiskjöl sem krafist er, skal senda á netfangið jovana.peric@modul.ac.at