Fara í efni

Myndir og erindi frá Ferðamálaþingi 2013

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, ávarpar þingið.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, ávarpar þingið.

Metþátttaka var á Ferðamálaþing 2013 sem haldið var á Hótel Selfossi síðastliðinn miðvikudag. Um 330 manns sátu þingið og hlýddu á þá fróðlegu fyrirlestra sem fluttir voru.

Yfirskrift þingsins var Ísland – alveg milljón! -Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu. Að þessu sinni var undirbúningur og framkvæmd ferðamálaþings samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar. Fyrirlesarar voru bæði erlendir og innlendir og komu úr ýmsum greinum. Flutt voru á annan tug fróðlegra erinda en glærukynningar fyrirlesara má nálgast hér á vefnum undir liðnum Tölur og útgáfur/Fundir og ráðstefnur.

Myndir frá þinginu eru á Facebook-síðu Ferðamálastofu