Myndir frá Vestnorden 2008

Myndir frá Vestnorden 2008
Vestnorden 2008

Nú eru komnar hér inn á vefinn myndir sem teknar voru á Vestnorden 2008 þegar kaupstefnan stóð sem hæst síðastliðinn þriðjudag. Eins og fram hefur komið voru skráðir þátttakendur um 580 talsins, þar af ríflega 200 ferðaheildsalar frá alls 28 löndum.

Vodafone-höllin að Hlíðarenda iðaði sannarlega af lífi á þriðjudaginn enda var mál manna að viðskiptin hafi verið með besta móti. Hafi einhver áhuga á að fá senda einhverra þessara mynda í betri upplausn þá er hægt að senda tölvupóst á halldor@icetourist.is

 


 


Athugasemdir