Fara í efni

Mikill áhugi á starfi hjá Wow Air

wow logo
wow logo

Áætlunarflug á milli Íslands og Evrópu á vegum nýstofnað félags í íslenskri eigu, Wow Air, hefst næsta vor. Mikill áhugi er á störfum hjá félaginu, samkvæmt fréttum.

Félagið hefur fengið hátt í 1.000 umsóknir um störf sem nýlega voru auglýst. Flestar umsóknir eru um störf flugliða en einnig voru stjórnunarstöður auglýstar. Ekki hefur verið gefið upp hvenær sala hefst á flugmiðum eða til hvaða áfangastaða verður flogið en félagið hefur fengið ferðaskipuleggjendaleyfi.

Wow Air hefur samið við kanadískan flugrekanda um að útvega Boeing-vélar af gerðinni 737-400 til flugsins og fram hefur komið í fréttum að vélarnar verði leigðar til írska flugrekandans Air Contractors.