Fara í efni

Mikill áhugi á Íslandi á World Travel Market 2010

WTM 2010
WTM 2010

Hin árlega World Travel Market ferðasýning var haldin í London í liðinni viku. Vel tókst til og fundu íslensku fyrirtækin fyrir miklum áhuga á ferðum til Íslands og að breski og alþjóðlegi markaðurinn sé að rétta úr kútnum.

Samvinna við Grænland
Ísland hefur tekið þátt í sýningunni um árabil og var framkvæmdin nú í höndum Íslandsstofu eftir að markaðsmál ferðaþjónustunnar erlendis fluttust þangað. Þetta var líka í fyrsta skipti sem fyrirtæki á Grænlandi fóru í samstarf með Íslandi á sýningunni.

World Travel Market er mikil að vöxtum en hún er haldin í glæsilegri sýningahöll, ExCel í Docklands, austast í London. Sýningarbásarnir eru um 700 talsins og þarna koma saman um 4.900 sýnendur frá öllum heimshornum. Sýningin stendur yfir í fjóra daga. Fyrstu sýningardagana er einungis fagaðilum í viðskiptaerindum veittur aðgangur en seinni dagana er einnig opið fyrir almenning. Sigríður Gróa Þórarinsdóttir svæðisstjóra ferðamála á Bretlandsmarkaði sá um skipulagningu og framkvæmd á Íslandsbásnum. Auk Íslandsstofu undir merkjum Visit Iceland tóku eftirfarandi fyrirtæki þátt:

Air Iceland
Arctic Adventure
Blue Lagoon
Elding Reykjavik Whale Watching
Greenland & Iceland Travel Service
Greenland Tourism & Business Council
Greenland Travel
Gudmundur Jonasson Travel
Hotel Selfoss
Iceland Excursions - Gray Line Iceland
Iceland Express
Iceland Travel
Icelandair UK & Ireland
Icelandic Farm Holidays
Radisson Blu 1919 Hotel
Reykjavik Hotels
Special Tours
Snæland Grimsson Travel
Visit Reykjavik

Á myndinni hér að ofan eru þær Lykke Yakaboylu markaðsstjóri Greenland Tourism & Business Council og  Sigríður Gróa Þórarinsdóttir svæðisstjóri ferðamála á Bretlandsmarkaði.