Fara í efni

Mikil fjölmiðlaumfjöllun erlendis

cbbc lundar
cbbc lundar

Ísland hefur notið mikillar fjölmiðlaathygli erlendis síðustu vikur og mánuði í  kjölfar heimsókna sem Ferðamálastofa hefur komið að og fleiri aðgerða á sviði almannatengsla.

Af nýlegum umfjöllunum má nefna að stórblaðið Wall Street Journal í Bandaríkjunum birti í gær frétt um hagstæð tilboð á Íslandsferðum í haust, byggða á frétattilkynningu frá Ferðamálastofu . Á dögunum var einnig sjónvarpsfólk frá BBC statt hérlendis og er fyrsti afrakstur heimsóknarinnar þegar kominn í loftið.

Sjónvarpsfólkið fór meðal annars til Vestmannaeyja og gerði þátt sem lundinn var í aðalhlutverki og hvernig börnin í Eyjum bjarga lundum sem villast inn í bæinn. Var sá þáttur sýndur á þeim hluta BBC sem nefnist CBBC og er ætlaður yngri áhorfendum.

Þá verða gerðir nokkrir stuttir þættir sem sýndir eru um allan heim á vefnum BBC World News og kallast Fast Track. Fyrsta þáttinn af Fast Track má sjá hér en þar er m.a. rætt við Ólöfu Ýrr Atladóttur  ferðamálastjóra.