Fara í efni

Miðaldakaupstaðurinn Gásir vaknar til lífsins

Gásir
Gásir

Síðustu misseri hafa sveitarfélagið Hörgárbyggð og Minjasafnið á Akureyri haft samstarf um kynningu og uppbyggingu á hinum forna verslunarstað Gásum við Eyjafjörð. Verkefnið er meðal þeirra sem hlotið hafa styrk frá Ferðamálastofu síðustu ár vegna uppbyggingar á nýjum ferðamannastöðum.

Kristín Sóley Björnsdóttir er verkefnastjóri Gásaverkefnisins og að hennar sögn hefur uppbygging á svæðinu gengið samkvæmt áætlun. ?Stuðningur Ferðamálastofu hefur meðal annars gert okkur kleift að koma upp hreinlætisaðstöðu, bæta aðkomu og vinna í gönguleiðum. Þannig hefur aðstaða fólks til að dvelja á svæðinu og njóta þess batnað til muna,? segir Kristón Sóley.

Um komnadinhelgi lifar síðan svo um munar yfir Gásum þegar þar verður haldinn miðaldamarkaður, annað árið í röð, með aðstoð innlendra og erlendra kaupmanna og handverksfólks. ?Víðsvegar um kaupstaðinn mun eyfirskt og danskt handverksfólk, íklætt miðaldaklæðnaði, vinna að leður- og vattarsaumi, ullarþæfingu, vefnaði og tálgun. Miðaldatónlist mun hljóma um kaupstaðinn, brennisteinn úr Námafjalli verður hreinsaður og hleypt verður af fallbyssu af þeirri gerð sem tíðkaðist í Evrópu á miðöldum. Hugaðir gestir geta reynt sig við bogfimi og steinakast og fylgst með riddurunum, brynjuðum að erlendum sið, skylmast. Kaupmennirnir og handverksfólkið kemur að sjálfsögðu hlaðið vörum í kaupstaðinn og því viðbúið að perlur, gler, skart, sverð, hnífar, skeiðar, litað band og fleiri skemmtilegir hlutir ættaðir frá miðöldum skipti um eigendur,? segir Kristín Sóley, aðspurð um dagskrána en hana má nálgast í heild sinni á www.gasir.is