Fara í efni

Metþátttaka á námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Húsnæði Endurmenntunar, Dunhaga 7.
Húsnæði Endurmenntunar, Dunhaga 7.

Metþátttaka er á árlegu námskeiði Ferðamálastofu fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva sem haldið verður á morgun. Ríflega 140 þátttakendur eru skráðir og taka þátt á 12 stöðum á landinu.

Námskeiðið er sent út frá húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7 (sjá staðsetningu á korti) þar sem um 50 manns munu sitja. Því er svo varpað út með fjarfundi til 11 staða víða um land þar sem samtals rúmlega 90 manns munu fylgjast með. Til samanburðar var heildarfjöldi þátttakenda um 40 í fyrra.

Fyrir alla sem koma að upplýsingagjöf

Námskeiðið miðar við starfsfólk upplýsingamiðstöðva líkt og verið hefur. Þá var í ár ákveðið að höfða einnig til allra þeirra sem starfa við móttöku og upplýsingagjöf til ferðamanna, hvort sem er á gististöðum, sundlaugum, söfnum, bensínstöðvum o.s.frv. og virðist það hafa gefið góða raun.

Sent verður út til eftirtalinna staða:

  • Reykjanesbær, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Krossmói 4 (Keflavíkurstofa) 
  • Ólafsvík, Átthagastofa Snæfellsbæjar
  • Patreksfjörður, Skor, Aðalstræti 53
  • Akureyri, SÍMEY Þórsstíg 4
  • Dalvík, Námsver SÍMEY í Tónlistarskólanum, Skíðabraut 12
  • Mývatnssveit, Grunnskólinn Reykjahlíð
  • Kópasker, Þekkingarnet Þingeyinga, Skjálftasetrið, Akurgerði 4-6
  • Vopnafjörður, Austurbrú
  • Egilsstaðir, Austurbrú, Vonarland, Tjarnarbraut 39e 
  • Hornafjörður, Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu, Nýheimum 
  • Kirkjubæjarklaustur, Kirkjubæjarstofa, Klausturvegur 2