Fara í efni

Menntadagur atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins ásamt sjö aðildarsamtökum SA efna til Menntadags atvinnulífsins mánudaginn 3. mars 2014 á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13-16.30.

Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður þar í kastljósinu en þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar ólíkra atvinnugreina halda sameiginlegan menntadag.

Efling menntunar á öllum skólastigum og framhaldsfræðslu er brýnt hagsmunamál fyrirtækja og eykur samkeppnishæfni þeirra. Á menntadeginum munu forsvarsmenn fjölbreyttra fyrirtækja fjalla um mikilvægi menntunar starfsfólks og nauðsynlegar breytingar á menntakerfinu. Greint verður frá niðurstöðum nýrrar könnun um viðhorf framhaldsskólanema á Íslandi til bóknáms og verknáms.

 Nánari upplýsingar og dagskrá á vef Samtaka ferðaþjónustunnar