Fara í efni

Markaðsstofa Suðurnesja stofnuð

Markaðsstofa Suðurnesja stofnuð
Markaðsstofa Suðurnesja stofnuð

Nú hefur verið stofnuð Markaðsstofa Suðurnesja. Tilgangur hennar er að innleiða faglegt og samræmt markaðsstarf meðal ferðaþjóna á Suðurnesjum, byggja upp öflugan gagnabanka um hvaðeina er lýtur að þjónustu við ferðamenn og markaðssetja Suðurnes og Reykjanesið fyrir ferðamönnum. Markaðsstofan mun einnig hafa með höndum samskipti við opinbera aðila eins og Ferðamálastofu um markaðssetningu svæðisins erlendis og innanlands.

Kristján Pálsson framkvæmdastjóri
Fyrsta stjórn Markaðsstofu Suðurnesja hefur verið skipuð sem eru þeir Reynir Sveinsson Sandgerði formaður, Óskar Sævarsson Grindavík varaformaður og Kristján Pálsson Reykjanesbæ. Framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar verður Kristján Pálsson.
Markaðsstofan Suðurnesja er stofnuð af Ferðamálasamtökum Suðurnesja með tilstyrk Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Vonast eftir góðu samstarfi og samstöðu
Í fréttatilkynningu segir að það sé von stjórnar Markaðsstofu Suðurnesja að góð samstaða og samstarf verði við ferðaþjónustuna á Suðurnesjum, Ferðamálastofu og ferðamálastjóra um rekstur Markaðsstofunnar. Mikilægt er að ferðaþjónustan á Suðurnesjum nýti sér það sem Markaðsstofan mun hafa uppá að bjóða

Fyrsta verkefni Markaðsstofunnar verður að endurgera heimasíðuna www.reykjanes.is sem verið hefur heimasíða Ferðamálasamtaka Suðurnesja en afhendist nú Markaðsstofunni. Bæklingagerð og sýningahald ársins verður unnið í samráði við hagsmunaaðila.

Meðfylgjandi mynd var tekin á stofnfundinum.