Fara í efni

Málþing um framtíð ferjusiglinga yfir Breiðafjörð

Fjórðungssamband Vestfjarða, Ferðamálasamtök Íslands, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Samgönguráðuneytið gangast þann 16. mars næstkomandi fyrir málþingi um framtíð ferjusiglinga yfir Breiðafjörð.

Í tilkynningu um þingið segir m.a. að ferjusiglinar hafi verið á Breiðafirði allt frá árinu 1932. Með bættum samgöngum vakni upp spurningar um þörf og vægi þess að haldið verði úti slíkri þjónustu til lengri eða skemmri tíma. Velt verður upp spurningum á borð við:

  • Er þörf fyrir ferjusiglingar vegna ferðaþjónustu?
  • Er þörf fyrir ferjusiglingar vegna vetrarsamganga?
  • Hver er vilji hagsmunaaðila, sveitarstjórnarmanna, ferðaþjónustuaðila og íbúa svæðisins í þessum málum og á hvaða forsendum á að veita þjónustuna áfram?.

Málþingið er öllum opið, hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu og örðum þjónustugreinum og sveitarstjórnamenn á svæðinu eru sérstaklega hvattir til að  mæta.

Dagskrá:

Haldið á Patreksfirði, 16. mars 2005 kl.: 14:00-16:30

14:00-14:15 Ávarp Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra
14:15-15:30 Erindi.

  1. Elsa Reimarsdóttir, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða
  2. Sigríður Finsen Sveitarstjórnarmaður í Grundarfirði
  3. Rúnar Óli Karlsson, ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar.

15:30-16:10 Pallborð og umræður
16:10-16:15 Samantekt og slit

Fundarstjóri: Pétur Rafnsson, form. Ferðamálasamtaka Íslands