Lonely Planet mælir með Íslandi í ágúst

Lonely Planet mælir með Íslandi í ágúst
íslenskir eftirlætisstaðir

Ísland er einn fjögurra staða í heiminum sem ferðaútgáfan Lonely Planet mælir með sem áfangastað nú í ágúst. Tugþúsundir lesa vef Lonely Planet á hverjum degi og því ljóst að heilmikið auglýsingagildi fylgir umfjöllun sem þessari.

Aðrir staðir sem Lonely Planet mælir með að heimsækja í ágúst eru Kenía, Suður Afríka og Kamchatka. Áður hafði Lonely Planet einmitt skilgreint Ísland sem ein bestu kaupin í ferðalögum á árinu 2010.

Sjá umfjöllun á vef Lonely Planet


Athugasemdir