Fara í efni

Lokahönd lögð á undirbúning Vestnorden

Af vettvangi Félags ferðamálafulltrúa
Af vettvangi Félags ferðamálafulltrúa

Undirbúningur er nú á lokastigi fyrir Vestnorden ferðaskaupstefnuna sem hefst á Akureyri í kvöld. Setningarathöfn hefst kl. 19. og það er Stig Rømer frá Grænlandi, formaður Vestnorrænaráðsins, sem setur kaupstefnuna.

Þetta er í 17. sinn sem kaupstefnan er haldin og gert ráð fyrir að um 500 manns sæki hana heim að þessu sinni. Þar af um 290 aðilar sem bjóða vöru eða þjónustu til sölu í löndunum þremur, um 150 aðilar frá rúmlega 20 löndum sem eru að selja ferðir til Íslands, Færeyja og Grænlands, og loks fjölmargir erlendir fjölmiðlamenn auk opinberra gesta. Hin eiginlega kaupstefna stendur síðan yfir á morgun og fimmtudaginn og þá hittast kaupendur og seljendur á stuttum fundum sem búið er að ganga frá og tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Hér á vefsíðunni verður fylgst með framgangi kaupstefnunnar og birtar myndir af því sem fram fer, m.a. af básum allra sýenenda.

Myndatexti:  Sýnendur voru í óða önn að ganga frá básum sínum í Íþróttahöllinni á Akureyri laust eftir hádegi í dag þegar þessi mynd var tekin. Hér er verið að vinna við bás Landmælinga Íslands.