Fara í efni

Leiðsögunám nú í boði á Akureyri

Í Fjörðum að vetri.
Í Fjörðum að vetri.

Mikil eftirspurn er eftir menntuðum leiðsögumönnum í kjölfar fjölgunar ferðamanna til landsins. Samtök ferðaþjónustunnar hafa viljað leggja sitt að mörkum til að bregðast við því í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri og Leiðsöguskólann í MK verður nú boðið upp á leiðsögunám í frá næsta hausti 2013.

Víðfemt og fjölbreytt nám

Leiðsögunámið er víðfeðmt og fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni.

Inntökuskilyrði og upplýsingar

Inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærilegt nám og þurfa nemendur að standast munnlegt inntökupróf, sem haldið verður í byrjun júní, á því tungumáli sem þeir hyggjast leiðsegja á. Kennt verður þrjú kvöld í viku auk þess verða farnar vettvangs- og æfingaferðir.

Umsóknafrestur er til 31. maí

www.unak.is/simenntun  - simennt@unak.is
Nánari upplýsingar í síma 460-8090.