Leiðbeiningar til veitingastaða og hópferðabíla vegna tveggja metra reglu!

Leiðbeiningar til veitingastaða og hópferðabíla vegna tveggja metra reglu!
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Líkt og fram hefur komið fylgir þeim takmörkunum á samkomuhaldi sem stjórnvöld kynntu í gær að fyrir samkomur með færri en 100 gesti þarf að tryggja að nánd milli fólks sé að minnsta kosti yfir tveir metrar. Hér koma nánari leiðbeiningar hvað þetta varðar fyrir veitingastaði og hópferðabíla.

Veitingastaðir:

  • Tveir metrar á milli borða/hópa.
  • Fjölskyldur og hópar sem hafa verið í miklu samneyti áður geta setið við sama borð.
  • Þvo mat- og vínseðla á milli gesta/borða.
  • Hafa spritt við inngang og hvetja gesti til að spritta sig þegar þeir koma og fara.

Hópferðabílar/rútur:

  • Spritt við inngang og hvetja farþega að nota það þegar þeir koma inn í bílinn/rútuna.
  • Láta farþega ganga inn um aftari dyr ef þær eru til staðar.
  • Láta farþega ganga rólega inn og hafa bil á milli farþega þegar gengið er inn og út.
  • Láta farþega dreifa sér um bílinn/rútuna.
  • Hafa annan hvern stól lausan eins og kostur er.

Munum að við erum öll í þessu saman og þannig sigrum við.


Athugasemdir