Fara í efni

Langfjölmennasti aprílmánuður frá upphafi

Talningar maí
Talningar maí

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 34.333 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í apríl síðastliðnum en þeir hafa aldrei áður farið yfir 30 þúsund í aprílmánuði.

Fjölgun í apríl um 34% milli ára
Um er að ræða 40% aukningu um Keflavíkurflugvöll frá því í apríl á síðasta ári. Gosið í Eyjafjallajökli hafði veruleg áhrif á fjölda ferðamanna í apríl í fyrra og eru þar af leiðandi sveiflur miklar í tölunum á milli ára. Um 1.000 erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Akureyrarflugvöll í aprílmánuði í fyrra, þar sem millilandaflug fluttist um tíma til Akureyrar vegna gossins. Raunfjölgun erlendra ferðamanna nemur því um 34% milli ára. Fjölmennustu aprílmánuðir til þessa voru 2007 og 2009 þegar erlendir ferðamenn voru rétt innan við 28 þúsund.

Bretar fimmtungur ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í apríl frá Bretlandi eða um fimmtungur ferðamanna (20,8%), einn af hverjum tíu (10,3%) frá Bandaríkjunum  og svipaður fjöldi frá Danmörku (9,8%) og Noregi (9,3%).

Alls hafa 104 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er ári eða 15.500 fleiri ferðamenn en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 17,5% milli ára. Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá öllum mörkuðum, langmest hefur hún þó verið frá N-Ameríku eða 44%, þar næst kemur Mið- og Suður Evrópa með 27,8% aukningu og í þriðja sæti eru Norðurlöndin með um 17% aukningu. Aukning frá Bretlandi mælist minni eða tæp 8% og tæp 4% frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir ,,annað“.

Brottfarir Íslendinga
Brottförum Íslendinga fjölgaði um 50% í apríl frá því í fyrra, voru 29 þúsund í ár en 19 þúsund í fyrra. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fjölgað um fimmtung í samanburði við sama tímabil árið 2009.

Hér að neðan má sjá nánari skiptingu úr talningum Ferðamálastofu eftir þjóðerni og markaðssvæðum.  

BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ
Apríl eftir þjóðernum Janúar - apríl eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%)
Bandaríkin 2.117 3.318 1.201 56,7   Bandaríkin 9.415 12.837 3.422 36,3
Bretland 5.286 6.722 1.436 27,2   Bretland 22.258 24.000 1.742 7,8
Danmörk 1.971 3.175 1.204 61,1   Danmörk 6.895 8.480 1.585 23,0
Finnland 926 937 11 1,2   Finnland 1.999 1.947 -52 -2,6
Frakkland 1.141 1.836 695 60,9   Frakkland 4.425 6.137 1.712 38,7
Holland 821 1.216 395 48,1   Holland 3.517 4.074 557 15,8
Ítalía 211 327 116 55,0   Ítalía 906 1.091 185 20,4
Japan 258 228 -30 -11,6   Japan 2.471 2.364 -107 -4,3
Kanada 234 977 743 317,5   Kanada 972 2.157 1.185 121,9
Kína 189 420 231 122,2   Kína 757 1.059 302 39,9
Noregur