Fara í efni

Landsmót hestamanna hefst í næstu viku

Auglýst eftir samstarfsaðilum að markaðs- og kynningarmálum í ferðaþjónustu
Auglýst eftir samstarfsaðilum að markaðs- og kynningarmálum í ferðaþjónustu

Næstkomandi þriðjudag, 2. júlí, hefst keppni á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði en mótið stendur fram á sunnudag. Líkast til dregur enginn einn viðburður hérlendis til sín jafn marga erlenda gesti auk þess sem þúsundir Íslendinga sækja mótið.

Landsmót hestamanna er hápunktur Íslandshestamennskunnar í heiminum og hvergi koma saman jafn mörg og góð hross eins og þar. Fyrir utan sýningar og keppni á hestum er fjölbreytt dagskrá í boði. Þar má nefna kvöldvökur og dansleiki ásamt því sem ýmis fyrirtæki tengd hestum og hestamennsku bjóða fram þjónustu sína. Í sem fæstum orðum þá er mannlífið iðandi og að koma á Landsmót er upplifun sem lætur engan ósnortinn, jafnt hestamenn sem aðra.

Saga landsmótanna nær aftur til 1950 þegar fyrsta landsmótið var haldið á Þingvöllum. Eftir það voru haldin Landsmót á fjögurra ára fresti, allt þar til að á ársþingi Landssambands Hestamannafélaga 1995 var samþykkt að halda Landsmót á tveggja ára fresti. Fyrsta mótið sem haldið var eftir þeim reglum var Landsmót í Reykjavík fyrir tveimur árum síðan. Þá tóku þátt um það bil 1.000 hross og fjöldinn er svipaður nú.

Heiðursgestir
Anna Elizabeth Alice Louise Bretaprinsessa verður heiðursgestur á Landsmótinu ásamt herra Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Þau og fylgdarlið þeirra munu dvelja tvo daga í Skagafirði og fylgjast með hápunktum mótsins auk þess að taka þátt í hópreið hestamannafélaga, sem er ómissandi þáttur hvers Landsmóts.

Heimasíða Landsmótsins