Fara í efni

Landsmenn jákvæðir í garð átaksins

mmr könnun
mmr könnun

Markaðs og miðlarannsóknir ehf. MMR gerðu í vikunni könnun á viðhorfum og þátttöku almennings í ?Inspired by Iceland? átakinu. Niðurstöðurnar sýna að landsmenn eru mjög jákvæðir í garð þess.

Úrtakið voru Íslendingar á aldrinum 18-67 ára. Fram kom að níu af hverju tíu svarendum telja átakið vel heppnað. Tæp 70% svarenda höfðu sjálfir séð myndbandið ?Inspired by Iceland? sem Íslendingar voru hvattir til að senda vinum og kunningjum í útlöndum. Hátt í þriðjungur svarenda sagðist hafa sent myndbandið til vina í útlöndum. Af þeim sem höfðu dreift myndbandinu til vina í útlöndum voru 65% sem sögðust hafa fengið jákvæð viðbrögð erlendis frá í kjölfarið.