Fara í efni

Landsbankinn kynnti 2,5 milljarða framtakssjóð

Hrafnfjörður í Jökulfjörðum. -Mynd: HA
Hrafnfjörður í Jökulfjörðum. -Mynd: HA

Fjölmenni var á ráðstefnu Landsbankans og Landsbréfa um ferðaþjónustu sem haldin var í Hörpu í dag. 

Framtakssjóður fjármagnar afþreyingarverkefni

Á ráðstefnunni kynntu forsvarsmenn Landsbréfa nýjan framtakssjóð sem mun einbeita sér að fjármögnun afþreyingarverkefna í ferðaþjónustu. Sjóðurinn verður allt að 2,5 milljarðar að stærð þegar hann er full fjármagnaður.

Skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar

Þá kynnti Hagfræðideild Landsbankans nýja greiningu á stöðu ferðaþjónustunnar og rekstri fyrirtækja í henni, sem nú kemur út í annað sinn. Í ritinu er m.a. fjallað um  þróun á fjölda og eyðslu erlendra ferðamanna undanfarin ár, kynntar niðurstöður greiningar á rekstri og eiginfjárstöðu fyrirtækja í greininni út frá ársreikningum allt aftur til ársins 1995 og fjallað um grunngerð og innviði greinarinnar út frá aðkomu og hlutverki hins  opinbera.

Tímarit um ferðamál

Samfara ráðstefnunni gaf Landsbankinn einnig út tímarit með blönduðu efni um ferðaþjónustu og framtíð hennar.