Landeyjahöfn skapar ný sóknarfæri fyrir ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum

Landeyjahöfn skapar ný sóknarfæri fyrir ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum
herjolfur 1

Í dag hefjast áætlunarferðir Herjólfs á milli Vestmannaeyja og hinnar nýju Landeyjarhafnar. Um byltingu er að ræða í samgöngumálum og gera má ráð fyrir verulega jákvæðum áhrifum á ferðaþjónustu í Eyjum. Ljóst er að ný sóknarfæri skapast með þessari miklu samgöngubót.

Siglingatíminn á milli lands og Eyja styttist nú úr tæplega þremur klukkustundum í rúmlega 30 mínútur og sigling og akstur á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur styttist úr fjórum klukkustundum í tvær og hálfa.

Landeyjahöfn var vígð formlega í gær og sigldi Herjólfur þá jómfrúarferð sína frá Vestmannaeyjum. Kristján L. Möller samgönguráðherra vígði nýju höfnina og sagði við það tækifæri að þörf væri á nýjum Herjólfi. Hann hefur skipað stýrihóp til að skoða hvernig best verður staðið að því. Meðfylgjandi myndir, sem fengnar eru af vef samgönguráðuneytisins og Siglingamálastofnunar, sýna Herjólf sigla inn í nýju höfnina og síðan hvernig hið mikla mannvirki lítur út.


Athugasemdir