Fara í efni

Landbúnaðarverðlaun til Möðrudals á Fjöllum

Möðrudalur
Möðrudalur

Ábúendur í Möðrudal á Fjöllum voru meðal þeirra sem fengu landbúnaðarverðlaun við upphaf búnaðarþings, sem nú stendur yfir. Það er rekin öflug ferðaþjónusta á hæsta byggða bóli hérlendis.

Ferðaþjónustan í Möðrudal ber nafnið Fjalladýrð. Boðið er upp á gistingu, veitingar, verslun, tjaldsvæði og einnig jeppaferðir um svæðið fyrir norðan Vatnajökul. Mikil uppbygging hefur verið á staðnum þar sem ný hús eru reist í stíl gömlu íslensku torfbæanna og vekja óskipta athygli. Meðfylgjandi mynd, sem fengin er á vefnum Beint frá býli, sýnir bensínafgreiðsluna í Möðrudal.