Fara í efni

Landbúnaðarverðlaun afhent

Landbúnaðarverðlaun afhent
Landbúnaðarverðlaun afhent

Við setningu Búnaðarþings í gær voru Landbúnaðarverðlaunin afhent. Þau féllu að þessi sinni í skaut Ferðaþjónustu bænda og samtakanna Beint frá býli.

Venjulega hafa einstaklingar fengið landbúnaðarverðlaunin en að þessu sinni er var til og veitt tvenn verðlaun. “Falla þau til tveggja félagsskapa bænda sem vakið hafa athygli fyrir starfsemi sína í þágu íslenskra sveita. Er það von mín að starfsemi þeirra dafni áfram enda hún mikils virði fyrir bændur landsins og þjóðina alla. Þá vona ég að landbúnaðarverðlaunin verði þeim hvatning í starfinu,“ sagði Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra sem afhenti verðlaunin.

Ferðaþjónusta bænda
Ferðaþjónusta bænda var stofnuð árið 1980 en vísi að slíkri starfsemi má þá rekja lengra aftur í tímann. Um 300 manns eru nú skráðir fyrir starfsemi á vegum félagsskaparins á 156 bæjum. Ferðaþjónusta bænda hlaut Landbúnaðarverðlaunin 2011 fyrir frumkvöðlastarf og frábæran árangur til margra ára og veitti Sigurlaug Gissurardóttir formaður verðlaununum viðtöku fyrir hönd félagsins.

Beint frá býli
Beint frá býli var stofnað í febrúar 2008 með það að markmiði að vera samtök bænda sem stunda heimavinnslu og sölu á heimaunnum afurðum. Félagsskapurinn hefur farið vaxandi frá stofnun og eru félagsmenn nú um eitt hundrað. Hefur félagsskapurinn vakið verðskuldaða athygli og hlaut í gær verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf og árangur. Veitti Guðmundur Jón Guðmundsson formaður félagsins verðlaununum viðtöku fyrir hönd félagsins.

Landbúnaðarverðlaunin afhent. Á myndinn eru f.v.: Jón Bjarnason, Sigurlaug Gissurardóttir, formaður FB, Marteinn Njálsson, Sævar Skaptason, Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður BFB. Ljósmynd: Hörður Kristjánsson