Lægri rekstrarkostnaður með fleiri beinum bókunum

Lægri rekstrarkostnaður með fleiri beinum bókunum
Helgi Þór Jónsson hjá Sponta.

Þegar þáttaröðin Ferðalausnir – Stafræn tækifæri fór af stað í október var það Helgi Þór Jónsson hjá Markaðshúsinu Sponta sem reið á vaðið. Í nýjum þætti heldur hann áfram að fara yfir hvernig ferðaþjónustuaðilar geta lækkað rekstrarkostnað með því að rækta milliliðalaust samband við ferðamenn og fá fleiri beinar bókanir. 

Ekki eins og að skrúfa frá krana

„Í fyrsta fræðsluþættinum ræddi ég um kostina við að nýta stafræna markaðssetningu til að ná beint til ferðamanna og fá fleiri beinar bókanir án milliliða og þóknunargjalda. Ég fékk svo ábendingu eftir þáttinn um að þessi leið kostar líka og þetta er ekki bara eins og að skrúfa frá krana. Það er auðvitað alveg hárrétt og þess vegna ákvað ég í þessum þætti að tala betur um muninn á þessum tveimur tekjulindum og kostnaðinum við þær,“ segir Helgi.

Í myndbandinu fer hann síðan yfir hvernig sölu og markaðskostnaður getur þróast, ávinninginn af beinum bókunum og fjölmörg hagnýt atriði sem hafa þarf í huga í þessu sambandi.

Hægt er að horfa á myndbandið hér að neðan.


Athugasemdir