Fara í efni

Kynningarmál VAKANS í fullum gangi

Auglýsing um VAKANN á Keflavíkurflugvelli.
Auglýsing um VAKANN á Keflavíkurflugvelli.

Undanfarið hefur ýmislegt verið að gerast í kynningamálum VAKANS, þar sem við hvetjum ferðamenn og erlendar ferðaskrifstofur til að leita eftir merkjum um fagmennsku og gæði, þar með merki VAKANS.

  • Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er nú glæsileg auglýsing frá VAKANUM, staðsett við hlið nr. 2.
  • VAKINN er auglýstur í afþreyingarkerfinu um borð hjá Icelandair og í flugblaðinu um borð - Icelandair Info.
  • Í apríl og maí fór fulltrúi VAKANS með Íslandsstofu til samtals 7 borga og kynnti VAKANN fyrir erlendum ferðaskrifstofum og blaðamönnum.
  • VAKINN verður auglýstur í næstu 8 tbl. hjá Grapevine.
  • Ýmislegt fleira hefur verið gert og er á döfinni.
Fylgist með á www.vakinn.is