Fara í efni

Kynningarfundur um Hreint og öruggt / Clean & Safe

Kynningarfundur um Hreint og öruggt / Clean & Safe

-Nýr veruleiki, breyttar venjur

Búast má við að Covid – 19 muni breyta ferðavenjum og þörfum fólks með öðrum áherslum og breyttu viðhorfi sérstaklega hvað varðar sóttvarnir og þrif.

Ferðamálastofa býður ferðaþjónustuaðilum að taka þátt í Hreint og öruggt / Clean & Safe. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan og öruggan hátt á móti viðskiptavinum í kjölfar Covid-19. 

Fimmtudaginn 10. desember kl. 14 verður verkefnið kynnt fyrir ferðaþjónustuaðilum og hafa skráðir aðilar fengið sendan hlekk til að fylgjast með vefstreymi.

Upptaka frá fundinum:

Hér má nálgast upptöku frá kynningarfundi fyrir ferðaþjónustuaðila sem haldinn var 10. desember 2020.