Kynningarfundir vegna Inspired by Iceland

Kynningarfundir vegna Inspired by Iceland
Inspired mynd3

Kynningarfundir um Ísland í tengslum við markaðsátakið Inspired by Iceland verða haldnir á helstu markaðssvæðum ferðaþjónustunnar í Evrópu í þessari viku. Fundirnir verða fyrir erlenda blaðamenn og ferðaþjónustuaðila í Mílanó, Barcelona, Frankfurt, París, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og í Osló. Gert er ráð fyrir fundum í Bandaríkjunum í framhaldinu.

Á fundunum munu sendiherrar Íslands á viðkomandi stöðum; Þórir Ibsen, Gunnar Snorri Gunnarsson, Stefán Haukur Jóhannesson, Sturla Sigurjónsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir; jarðfræðingarnir Ari Trausti Guðmundsson og Rikke Pedersen og fulltrúar íslenskrar ferðaþjónustu; Davíð Jóhannson og Einar Bollason, fjalla um eldgosið í Eyjafjallajökli og lýsa Íslandi sem áningarstað ferðafólks í sumar.

Sérstök áhersla verður lögð á að fá hingað til lands erlenda blaðamenn til þess að skrifa um Ísland sem áfangastað, og að fá fulltrúa erlendra ferðaheildsala til landsins til þess að kynna sér ástand mála á landinu af eigin raun.


Athugasemdir