Fara í efni

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Evrópukort
Evrópukort

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi verður haldin 15. janúar 2009 kl. 15-18 á Háskólatorgi. Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa fyrir kynningu á styrkja- og samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra áætlana. Kjörið tækifæri fyrir alla áhugasama að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs.
 
Áætlanirnar sem kynntar verða eru:
 
Menntaáætlun ESB
7. rannsóknaáætlun ESB
Evrópa unga fólksins
EURES - evrópsk vinnumiðlun
Enterprise Europe Network
Norðurslóðaáætlunin
Menningaráætlun ESB
Euroguidance
PROGRESS - jafnréttis- og vinnumálaáætlunin
Daphne III - áætlun gegn ofbeldi á konum og börnum
Almannavarnaáætlunin
COST rannsóknasamstarf

Sjá nánar á www.evropusamvinna.is