Fara í efni

Könnun um hvatningarátak og ferðaáform

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Ferðamálastofa hefur sett af stað könnun meðal Íslendinga sem er ætlað að afla upplýsinga sem geta stutt við fyrirhugað hvatningarátak vegna ferðalaga innanlands. Markmiðið með könnuninni er að fá mynd af ferðaáformum Íslendinga innanlands í sumar og haust (maí-október).

Spurningar sem lagðar verða fyrir snúa að:

  • Hversu oft landsmenn ætla í ferðalög innanlands.
  • Hversu lengi þeir ætla að dvelja.
  • Hvaða svæði þeir áætli að heimsækja og hvers konar gistiaðstöðu og ferðamáta þeir muni nýta.
  • Fjölda fyrirhugaðra dagsferða utan heimabyggðar.
  • Þá afþreyingarmöguleika sem landsmenn áætla að greiða fyrir í nærumhverfi sínu sem og á ferðalögum innanlands.
  • Mat á hversu miklu þeir geri ráð fyrir að eyða í ferðalög og dagsferðir í sumar og haust.
  • Nefna allt að þrjú atriði sem þá langar helst að upplifa á ferðalögum á Íslandi.

Um er að ræða netkönnun og er úrtakið valið með tilviljunaraðferð úr hópi Álitsgjafa MMR sem er samsettur m.t.t. lýðfræðilegrar samsetningar þjóðskrár. Niðurstöður verða settar fram eftir nokkrum bakgrunnsupplýsingum og munu þær liggja fyrir á næstu dögum.