Fara í efni

Könnun meðal erlendra ferðamanna - ensk útgáfa

Sumarkunnun 20112
Sumarkunnun 20112

Nú er komin hér á vefinn ensk útgáfa af könnun sem Ferðamálastofa lét gera meðal erlendra ferðamanna síðastliðið sumar. Niðurstöður könnunarinnar, sem kynntar voru á dögunum, hafa vakið verðskuldaða athygli.

Markmið könnunarinnar
Markmiðið með könnuninni var að afla upplýsinga um erlenda ferðamenn á Íslandi. Ensku útgáfuna er tilvalið að senda á samstarfsaðila erlendis sem hafa áhuga á upplýsingum um t.d. aðdragandann að Íslandsferðinni og ákvörðunarferlið. Einnig ferðahegðun, eyðsluhætti og viðhorf erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim til ýmissa þátta íslenskrar ferðaþjónustu. Um var að ræða netkönnun en netföngum var safnað með skipulögðum hætti á brottfararsvæði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Norrænu ferjunnar á Seyðisfirði á tímabilinu 5. júlí-31. ágúst 2011.

Skýrslurnar í heild má nálgast hér að neðan. Þær breytur sem greina má niðurstöður eftir eru kyn, aldur, starf, heimilistekjur, þjóðerni, markaðssvæði, tilgangur ferðarinnar, fararmáti til landsins og tegund ferðar þ.e. hvort um var að ræða ferð á eigin vegum eða pakkaferð. Nánar um könnunina