Fara í efni

Jón Ásbergsson og Icelandair verðlaunuð

imark 2011
imark 2011

Ferðaþjónustan var sannarlega í forgrunni þegar árleg markaðsverðlaun ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks, voru afhent í gær. Icelandair var valið markaðsfyrirtæki ársins og markaðsmaður ársins 2011 er Jón Ásbergsson hjá Íslandsstofu.

Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu var valinn Markaðsmaður ársins 2011.  Hann vann verðlaunin fyrir að hafa náð miklum árangri með Íslandsstofu og herferðina Inspired by Iceland.

Icelandair var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2011 en auk þess voru Nova og Össur tilnefnd til verðlaunanna. Þessi fyrirtæki hafa sýnt frábæran árangur hvert á sínu sviði og mjög faglegt markaðsstarf, segir í frétt frá ÍMARK.

Mynd: Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, og Jón Ásbergsson með verðlaun ÍMARK 2011.