Fara í efni

Jólakveðja til 170 þúsund aðila

JolUSA
JolUSA

Netið er öflugur miðill til kynningar og í vikunni sendi skrifstofa Ferðamálaráðs í New York rafræna jólakveðju til um 100.000 aðila í ferða- og fjölmiðlaþjónustu í Bandaríkjunum og Kanada. Jafnframt var hún send til 70.000 aðila sem hafa skráð sig á netfangalista á vef skrifstofunnar í þeim tilgangi að fá sendar reglulega upplýsingar um Ísland.

Kveðjunni fylgdi mynd þessi skemmtilega mynd Ragnars Axelssonar (RAX) af rauða húsinu á Eyrarbakka í miklu fannfergi. Fyrirsögnin er sem sjá má "May All Your Christmases be White" þar sem vísað er í eitt vinsælasta jólalag Bandaríkjanna fyrr og síðar. Kveðjunni fylgdi einnig tilvitnanir í nýlegar greinar bandarískra fjölmiðla um Ísland en eins og fram hefur komið hefur Ísland notið mikillar athygli í fjölmiðlum vestan hafs upp á síðkastið.

Þá má einni geta þess að líkt og undanfarin ár hefur skrifstofan látið gera rafræna útgáfu af Íslandsbæklingi Ferðamálaráðs fyrir Bandaríkjamarkað. Bæklingurinn er öllum aðgengilegur á vef skrifstofunnar og slóðin er http://www.icelandtouristboard.com/brochure_2005/index.html