Fara í efni

JATA ferðasýningin í Japan - skráningarfrestur að renna út

lógó jata
lógó jata
Í apríl sendi Ferðamálastofa út boð um þátttöku á JATA ferðasýningunni í Japan sem haldin verður 18.-20. september næstkomandi. Skráningarfrestur á sýninguna rennur út nú í vikulokin.

Ferðamálastofa hefur á undanförnum árum hafið markaðsstarf á fjærmörkuðum, m.a. í Asíu. Í þessu augnamiði var á síðasta ári tekið þátt í JATA sýningunni í Japan sem tilraunaverkefni í samstarfi við utanríkisráðuneytið.

Nú hefur verið ákveðið að styðja við ferðaþjónustuaðila sem vilja taka þátt í henni á þessu ári í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Útflutningsráð, enda ljóst að allnokkur áhugi er fyrir hendi bæði hér heima og í Japan. Sýningarsvæðið hefur verið aukið umtalsvert, en básinn sem er í boði er engu að síður lítill og því gæti þurft að takmarka fjölda þátttakenda vegna þess og/eða velja úr hópi sýnenda.

Ferðamálastofa og samstarfsaðilar munu sjá að mestu um kostnað við gólfsvæðið og uppbyggingu á básnum en sýnendur sjá um annan kostnað þar á meðal ferðir og uppihald.

Boðið er upp á tvenns konar þátttöku:

  1. Þátttöku í sýningunni sjálfri ? fulltrúi fyrirtækisins verði til staðar í básnum og kynni fyrirtæki sitt og þjónustu þess ? þátttökugjald kr. 100.000,-
    (Þar sem um talsverðan kostnað verður að ræða af hálfu sýnenda er mikilvægt að þeir séu í stakk búnir til að þjónusta aðila frá þessu svæði, bæði varðandi upplýsingar og sölutilboð.) ? Athugið að fjöldi er takmarkaður.
  2. Dreifing kynningarefnis fyrir fyrirtæki ? skilað verði PDF skjölum sem prentuð verða á sýningarstað og dreift í básnum ? þátttökugjald kr. 50.000,-

Vegna skipulags sýnenda erlendis þarf að senda upplýsingar um þátttakendur fyrir næstu helgi (23. maí) og því þurfum við að fá staðfestingu á vilja til þátttöku fyrir þann tíma eða í síðasta lagi föstudaginn 22. maí.

Umsóknareyðublað um þátttöku í JATA 2009  PDF-skjal

Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna á vefsíðunni: www.jata-wtf.com

Umsóknum ber að skila til:
Ferðamálastofa, Skráning á JATA 2009
Lækjargötu 3
101 Reykjavík
Fax: 535-5501 (Sími: 535-5500)

Skráningu lýkur 22. maí 2009