Fara í efni

Íslenskir golfvellir í fararbrodd í umhverfismálum

golf
golf

Á  undanförnum misserum hefur verið könnuð sjálfbærni íslenskra golfvalla í samstarfi við golfklúbba landsins. Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við GEO, (Golf Environment Organization) og byggist á því að skoða félagslega, hagfræðilega og umhverfislega þætti í rekstri golfklúbba á Íslandi.

Golfvellir á Íslandi hafa verið í fremstu röð þegar skoðaðir eru ýmsir mælikvarðar varðandi sjálfbærni. Vellirnir hafa verið lagðir án þess að raska þeirri náttúru sem þeir eru lagðir í og lögð hefur verið áhersla á að varðveita sérkenni umhverfisins t.d. votlendi og varpsvæði fugla.

Nú að lokinni úttekt hefur GEO staðfest að allir 65 golfklúbbar landsins hafi tekið þátt í umhverfisverkefni samtakanna sem nefnt er „ON COURSE“ og er Ísland þar með fyrsta landið sem nær þeim áfanga.

Af því tilefni afhenti Framkvæmdastjóri GEO, Jonathan Smith Umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur viðurkenningarskjal sem hún tekur við fyrir hönd Golfsambands Íslands og þar með undirstrika mikilvægi þess að umhverfismál og sjálfbærni séu forgangsmál og nauðsynlegt að hafa í huga við uppbyggingu sem og rekstri íþróttamannvirkja á Íslandi.

Af því tilefni afhenti Framkvæmdastjóri GEO, Jonathan Smith Umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur viðurkenningarskjal sem hún tók við fyrir hönd Golfsambands Íslands og þar með undirstrikað mikilvægi þess að umhverfismál og sjálfbærni séu forgangsmál og nauðsynlegt að hafa í huga við uppbyggingu sem og í rekstri íþróttamannvirkja á Íslandi.

Þá er ljóst að þessi viðurkenning á sjálfbærni allra golfvalla á Íslandi hefur verulegt markaðslegt gildi í allri kynningu gagnvart erlendum söluaðilum og neytendum.

Frétt á heimasíðu GEO  www.golfenvironment.org/about/news/view/icelandic-golf-makes-unanimous-on-course-pledge