Fara í efni

Íslenskir golfklúbbar aðilar að IAGTO

Golf vestmannaeyjum
Golf vestmannaeyjum

Þeir golfvellir og ferðaþjónustufyrirtæki sem standa að Golf Iceland samtökunum, ásamt samtökunum sjálfum, hafa gerst aðilar að samtökum sem nefnast IAGTO  (The Global Golf Tourism Organisation) og  eru samtök söluaðila fyrir golfferðir í heiminum.

Að sögn Magnúsar Oddssonar, verkefnastjóra Golf Iceland, geta í þessu falist veruleg tækifæri fyrir Ísland. Í samtökunum eru um 340 sérhæfðar ferðaskrifstofur í um 50 löndum  sem selja golfferðir um allan heim. Þá eru einnig í samtökunum þeir aðilar sem selja  þjónustu til ferðaskrifstofanna, golfvellir, hótel, flugfélög, bílaleigur o.fl.  IAGTO stendur einnig fyrir árlegri ferðakaupstefnu þar sem  seljendur og kaupendur  golfferða eru leiddir saman og eru þátttakendur þar um 1400. Meginhlutverk IAGTO er eðlilega að koma á sambandi á milli þessarar aðila , kaupenda og seljenda vegna golfferðalaga, eftir  öllum mögulegum leiðum.

Nánar má fræðast um málið í nýju fréttabréfi Golf Iceland