Fara í efni

Íslenskir fjallaleiðsögumenn hlutu nýsköpunarverðlaun SAF 2010

Nskpunarverlaun saf 2010
Nskpunarverlaun saf 2010

Nýsköpunarverðlaun SAF – Samtaka ferðaþjónustunnar 2010 voru afhent í Hörpunni tónlistar- og ráðstefnuhúsi í dag. Íslenskir fjallaleiðsögumenn  hlutu verðlaunin í ár en fyrirtækið er vel að þeim komið og þykir hafa sýnt af sér fagmennsku sem öllum ætti að vera til fyrirmyndar í ferðaþjónustu á Íslandi.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að eftirfarandi hafi einkum legið til grundvallar ákvörðun hennar:

“Joseph Schumpeter sem oftast er talinn til frumkvöðla í nýsköpunarfræðum segir okkur að nýsköpun felst í nýjum samsetningum auðlinda sem eru fyrir. Þannig er ekkert nýtt undir sólinni en nýsköpun er innleiðing nýrra ferla og samsetning nýrrar vöru innan þess samhengis sem fyrirtæki starfar hverju sinni.   

Alls bárust 20 tilnefningar í samkeppni um Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunar fyrir árið 2010. Allar voru þær mjög frambærilegar og átti dómnefnd, sem skipuð er formanni samtakanna, einum félagsmanni og forstöðumanni Rannsóknamiðstövar ferðamála, í nokkrum vandræðum með að greiða úr hver stóð fremst meðal jafningja.

Það fyrirtæki sem hlýtur verðlaunin í ár er hinsvegar vel að þeim komið og hefur sýnt af sér fagmennsku sem öllum ætti að vera til fyrirmyndar í ferðaþjónustu á Íslandi. Verkefnið sem þeir hljóta verðlaunin fyrir er vönduð útfærsla á hugmynd sem margir hafa borið í maganum en ekki náð, viljað eða getað sett saman vöru úr.

Jöklaganga íslenskra fjallaleiðsögumanna er vara sem byggir á einni mestu sérstöðu Íslands í Evrópu, ísnum í jöklunum og því sem landið dregur nafn sitt af. Varan er vönduð og vel útfærð og gefur öllum tækifæri til að komast í snertingu við það sem gerir landið okkar svo einstakt. Þannig ætti varan að efla hróður landsins og hvetja fólk sem annars hefði ekki komið, til að koma hingað og gera eitthvað sem allir þurfa að gera einu sinni á ævinni. Varan er einnig til þess fallin að ýta undir áhuga á Íslandi sem áfangastað að vetri þegar ís og snjór ríkja á landinu. Er það í takt við brýnar þarfir ferðaþjónustu að teygja tímabilið og veita þjónustu allt árið úti á landi.”

Nánar á vef SAF