Íslenskir fjallaleiðsögumenn fengu frumkvöðlaverðlaun Icelandair

Íslenskir fjallaleiðsögumenn fengu frumkvöðlaverðlaun Icelandair
Jöklaferð

Frumkvöðlaverðlaun Icelandair voru afhent í fyrsta sinn síðastliðinn föstudag. Þau komu í hlut fyrirtækisins Íslenskir fjallaleiðsögumenn fyrir hugmyndina Gönguferðir á ís sem á að auðvelda ferðalöngum að komast í beina snertingu við ís.

Verðlaunin voru afhent í hádegisverðarhléi á Markaðstorgi SAF og nema hálfri milljón króna, auk þess sem verðlaunahafi fær tíu farseðla. Til viðbótar við það verður hugmynd Íslenskra fjallaleiðsögumanna markaðssett á vef Icelandair. Vefur Íslenskra fjallaleiðsögumanna


Athugasemdir