Fara í efni

Íslenskir eftirlætisstaðir

íslenskir eftirlætisstaðir
íslenskir eftirlætisstaðir

Út er kominn mynddiskurinn Íslenskir eftirlætisstaðir eða Iceland?s favourite Places. Á honum er að finna myndskeið frá rúmlega eitthundrað stöðum víðsvegar um landið sem lýsa náttúrufari, menningu og sögu.

Efninu er skipt upp í sex landshluta og er talsett á 7 tungumálum, þ.e. ensku, frönsku, þýsku, dönsku, japönsku, kínversku og íslensku. Útgefandi er Profilm og í fréttatilkynningu kemur fram að myndefnið sé tekið upp á síðustu þremur árum. Tónlistin er sérstaklega samin við myndefnið af Sigtryggi Baldurssyni og Ben Frost. Nánari upplýsingar og myndbrot er að finna á www.ifp.is og www.profilm.is