Fara í efni

Ísland viðfangsefni ?The Rough Guide?

The Rough Guide
The Rough Guide

Ísland var viðfangsefni hins vikulega ferðaþáttar ?The Rough Guide? sem sendur var út hjá Channel 5 í Bretlandi í gærkvöld. Þátturinn nýtur mikilla vinsælda og er áætlað að um 700 þúsund manns hafi séð hann.

Í þættinum fær annar þáttastjórnandinn, Julia Bradbury, að kynnast ýmsum hliðum lands og þjóðar sem hún kemur til skila með líflegum hætti. Meðal annars er komið við hjá Gullfoss og Geysi, heilsað upp á íslenska hesta, farið í vélsleðaferð á Langjökli og næturlíf Reykjavíkur kannað, að ógleymdri heimsókn í Bláa lónið. Þá sá Lækjarbrekka um að elda sælkeramat úr íslensku hráefni sem fær sína umfjöllun.

Ferðamálastofa skiplagði komu sjónvarpsfólksins hingað til lands og ýmis fyrirtæki lögðu hönd á plóg. ?Það er ljóst að virði svona umfjöllunar hleypur á einhverjum milljónum króna,? segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu fyrir Bretlandsmarkað.

Slóð á myndband af þættinum The Rough Guide - Iceland