Fara í efni

Ísland kynnt sem ákjósanlegur áfangastaður til ráðstefnuhalds og móttöku hvataferða

experienceiceland
experienceiceland

Í dag hefst í þriðja sinn Experience Iceland, Incentive & Convention Seminar. Hér er um að ræða samstarfsverkefni Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Icelandair þar sem Ísland er kynnt sem ákjósanlegur áfangastaður til ráðstefnuhalds og móttöku hvataferða.

Spennandi kaupendur
Þátttakan í ár er mjög góð og er búist við 60-70 þátttakendum af 10 þjóðernum. "Hér eru á ferðinni spennandi kaupendur sem flestir hafa ekki boðið Ísland áður. Þetta er því verðugt verkefni þar sem við kynnum allt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða til ráðstefnuhalds og móttöku hvataferða. Auk þess fá þátttakendur tækifæri til að kynna sér þjónustu fagaðila hérlendis og fá seljendur og kaupendur tækifæri til byggja upp viðskiptatengsl sem vonandi leiðir til frekari verkefna í framtíðinni," segir Rósbjörg Jónsdóttir hjá Ráðstefnuskrifstofu Íslands.