Fara í efni

Ísland kynnt í Kanda

Ísland var í sviðsljósinu í Tórontó í Kanada á dögunum. Þrjár íslenskar kvikmyndir voru þá sýndar á árlegri kvikmyndahátíð þar í borg og var tækifærið nýtt til að kynna Ísland sem ákjósanlegan stað til töku kvikmynda. Samhliða var haldin almenn Íslandskynning undir merkjum "Iceland Naturally", sem skrifstofa Ferðamálaráðs í New York heldur utan um. Frétt um þennan viðburð má nálgast í Stiklum, vefriti viðskiptastofu utanríkisráðuneytisins.