Fara í efni

Ísland í kastljósi heimspressunnar

CNN orkufrétt
CNN orkufrétt

Ísland var í sviðsljósinu á CNN í dag, einum mest lesna frétatvef heims. Um tíma í dag var aðalfrétt CNN um íslensk orkumál og hreina íslenska orku.

Talað er um að Ísland hafi e.t.v. verið best þekkt fyrir Björk Guðmundóttur en nú sé ört rísandi stjarna að beina kastljósinu að Íslandi - hrein orka,? segir í inngangi fréttarinnar.  Meðal annars er rætt við Braga Árnason, fyrrverandi prófessor, Ásdísi Kristinsdóttur, verkfræðing og verkefnisstjóra hjá Orkuveitu Reykjavíkur, og Petru Sveinsdóttur hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Lögð er sérstök áhersla á umfjöllun um vetnisvæðingu og að Íslendingar, sem noti eingöngu jarðefnaeldsneyti á bíla og farartæki, séu í fararbroddi þjóða sem vinna að því að knýja farartæki með vetni eða vistvænum orkugjöfum. Í gær var einnig sýnt myndband á vef CNN með viðtali við Braga og Ásdísi.

Skoða frétt CNN