Ísland einn besti áfangastaður veiðimanna

Ísland einn besti áfangastaður veiðimanna
Hvíldarklettur

Ísland er meðal bestu áfangastaða veiðimanna, að mati lesenda Blinker, útbeiddasta veiðitímarists Evrópu. Verðlaun kennd við tímaritið, Blinker Award, voru veitt í fyrsta sinn síðastliðinn föstudag í Mannheim.

Þar voru einkum verðlaunaðar vörur  fyrir veiðimenn sem að mati lesenda skara fram úr um þessar mundir. Að auki voru veitt veðlaun fyrir besti ferðaheildsala á sviði ferða fyrir stangveiðimenn og besti áfangastaðurinn með tilliti til upplifunar og gæða. Ì síðarnefnda flokknum hafnaði Ísland í 3ja sæti á eftir Noregi og Spáni. Komu þessi úrslit aðstandendum blaðsins nokkuð á óvart, þar sem Ísland hefur fyrst verið merkjanlegt á þessum markaði  á síðustu ca. 3 árin.

?Þetta er skemmtileg viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið í uppbyggingu og markaðssetningu á þessum hluta ferðaþjónustu á Vestfjörðum síðustu misseri og hvatning til þeirra að halda áfram að vanda sig eins og kostur er,? segir Davíð Jóhannsson, forstöðumaður skrofstofu Ferðamálastofu í Mið-Evrópu.

Myndin er fengin á vef Hvíldarkletts á Suðureyri, fisherman.is

 


Athugasemdir