Fara í efni

Ísland átti sviðið í jólaþætti QI

qi stepen fry
qi stepen fry

Ísland var heldur betur í sviðsljósinu hjá Bretum á dögunum en jólaþáttur hins geysivinsæla spurninga- og skemmtiþáttar QI hjá BBC var að stórum hluta helgaður Íslandi. Stjórnandinn er leikarinn góðkunni Stephen Fry.

Eins og þeir sem horft hafa á þáttinn vita er hann gjarnan í léttum dúr og talsvert um óvæntar uppákomur. Gestir þáttarins eru líka þekktir fyrir að geta verið ólíkindatól hin mestu en það voru þeir Brian Blessed, Sean Lock, Ross Noble og Alan Davies. QI-þættirnir hafa verið í gangi frá árinu 2003 og í september hófst svokölluð I-þáttaröð, þ.e. allir þættirnir bera nafn sem byrjar á stafnum I. Jólaþátturinn nefndist einfaldlega Ice. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan ef fyrsti hluti hans er helgaður Íslandi.