Fara í efni

Ísland allt árið, fyrir Íslendinga líka? - Málþing um markaðssetningu innanlands

Ísland allt árið
Ísland allt árið

Þriðjudaginn 14. febrúar kl. 11:30-13:30 gengst Ferðamálastofa fyrir málþingi á Grandhótel í Reykjavík undir yfirskriftinni Ísland allt árið, fyrir Íslendinga líka? Athugið breytta tímasetningu frá upphaflegri auglýsingu.

Dagskrá:

Kl. 11:30 Súpa og brauð borið fram.
Kl. 11:50  Setning: Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálstjóri
Kl. 12:00 Vörmerkið Ísland - fyrir hvað stendur það í hugum Íslendinga? - fyrir hvað á það að standa ?
  Friðrik Rafn Larsen lektor við Háskólann í Reykjavík
Kl. 12:40 Ísland allt árið - markaðsherferð innanlands
  Ingvi Jökull Logason, markaðssamskiptafræðingur hjá H:N Markaðssamskiptum
Kl. 13:00 Fyrirspurnum svarað

Skráning á netfangið skraning@ferdamalastofa.is

Veitingar kosta kr. 1.200 og greiðast á staðnum. 

Sent út á netinu
Þeir sem eiga lengra að sækja geta fylgst með fundinum í beinni útsendingu á Netinu. Leiðbeiningar til að tengjast fundinum eru hér að neðan.

  1. Uppsetning á nýjustu útgáfu Java:
    Til að byrja með er nauðsynlegt að tryggja að tölvan sé með nýjustu útgáfu af Java forritinu (er á öllum tölvum en ekki víst að þið séuð með það nýjasta). Þannig að best er að byrja á að fara inn á www.java.com, hlaða þar niður nýjustu útgáfu (áberandi hnappur á miðjum skjánum) og setja upp. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.
     
  2. Tengjast fundinum:
    Til að tengjast fundinum er farið inn á þessa vefslóð sem verður virk skömmu áður en fundur hefst:
    https://fundur.thekking.is/startcenter/Join.xhtml?sinr=609172952&sipw=nv64
    Athugið að samþykkja þau skilaboð sem upp koma en í flestum tilfellum kemur tvívegis upp gluggi þar sem smellt er á „run“. Eftir það á fundur að hefjast.