Fara í efni

Ísland aftur í úrslitum alþjóðlegra verðlauna golfblaðamanna

golfvöllur suðurnesjum
golfvöllur suðurnesjum

Annað árið í röð komst Ísland í úrslit verðlauna á stærstu golfferðasýningu heims, Golf Travel Market, sem er nýafstaðin. Um er að ræða verðlaun þeirra áfangastaða sem kalla má „leyndustu perlurnar í golfheiminum.“

Valið af golfblaðamönnum
Sýningin sem um ræðir, IGTM, var haldin í Tyrklandi að þessu sinni. Þar veittu alþjóðlegu samtökin IAGTO (The Global Golf Tourism Organisation) verðlaun í nokkrum flokkum til golfáfangastaða um allan heim. Um 160 meðlimir samtaka golfblaðamanna (Golf Travel Writers Association) frá 33 löndum taka þátt í að velja vinningshafa.

Sex staðir í úrslitum
Í flokknum "Undiscovered Golf Destination of the Year" voru sex áfangastaðir í lokaúrslitum: Búlgaría, Kólumbía, Ísland, Mississippi, Indland og Galicia á Spáni. Það var síðan Búlgaría sem varð fyrir valinu að þessu sinni.

Áhersla lögð á fjölmiðlatengsl
“Þetta sýnir okkur að Ísland er alla vega ofarlega í huga golfblaðamanna þegar kemur að þessu vali. Þess má geta að mikil áhersla hefur einmitt verið lögð á fjölmiðlatengsl og undafarin þrjú ár hafa komið hingað um 60 golfblaðamenn og birt greinar og alls konar umfjöllun um golf á Íslandi í fjölmörgum fjölmiðlum. Þá hlýtur það að gleðja okkur hvar við lendum þegar litið er til þeirra þátta em eru lagðir til grundvallar í valinu,“ segir Magnús Oddsson hjá Golf Iceland samtökunum.

Hér að neðan má sjá hvaða þættir það eru sem fjölmiðlamennirnir fá sem viðmið þegar þeir eru beðnir um tilnefningar:

•         To what extent the destination is “undiscovered”
•         Qualities that make it an interesting golf destination
•         Attractiveness of the region and courses
•         Quality and accessibility of the courses
•         Standard of accommodations
•         Friendliness of the staff
•         Value for money and Speed of Play
•         Climate

*Markmið Golf Iceland era ð kynna og markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir kylfinga. Að samtökunum standa flestir 18 holu golfvellir á Íslandi, Golfsamband, Íslands, Ferðamálastofa og öflug fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Mynd: Golf Iceland, völlur GS á Suðunesjum.